Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

30 milljóna sekt vegna skattsvika
Fimmtudagur 24. febrúar 2005 kl. 13:17

30 milljóna sekt vegna skattsvika

Maður á fertugsaldri var í vikunni dæmdur til að greiða sekt að upphæð 30.6 milljónir króna fyrir vanskil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda í Héraðsdómi Reykjaness. Hann var auk þess dæmdur í 4 mánaða fangelsi, en vegna þess að maðurinn gekk við brotunum og sýndi samstarfsvilja var dómurinn skilorðsbundinn í 2 ár.

Manninum, sem rak flutningsþjónustu, láðist að skila rúmum 9 milljónum í virðisaukaskatt og rúmum 6 milljónum í opinber gjöld, samtals 15.306.425 krónum. Samkvæmt lögum getur sektargreiðsla aldrei vera lægri en tvöföld upphæð vanskilanna. Brotin áttu sér stað á árunum 2001-2002.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024