Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 18. maí 2004 kl. 12:47

30 milljóna króna tap á bæjarsjóði

Skuldir bæjarsjóðs Reykjanesbæjar eru tæpar 30 þúsund krónur á hvern íbúa bæjarfélagsins. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að það sé umtalsvert lægra en hjá öðrum sveitarfélögum.
Þrjátíu milljóna króna tap varð á rekstri bæjarsjóðs árið 2003. En heildartekjur námu 4.153 milljónum króna og heildarútgjöld námu 4.184 milljónum króna. Er þetta um 500 milljóna króna betri niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tap bæjarsjóðs og stofnana (samstæðureiknings) nam um 89 milljónum króna sem er um 600 milljóna króna betri afkoma en árið á undan.

Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að helsta skýringin á bættri afkomu sé söluhagnaður fasteigna upp á rúmar 850 milljónir króna. Á móti kemur að bæjarsjóður tekur á sig óvænta hækkun lífeyrisskuldbindinga uppá 214 milljónir. Þá eru laun og launatengd gold 43 milljónir króna umfram áætlun svo og vöru- og þjónustukaup um 154 milljónir króna.

Í ársreikningi bæjarsjóðs kemur fram að skuldir hafa lækkað úr 515 þús. kr. á íbúa í 388 þús. kr., eða um 127 þús. kr. á hvern bæjarbúa.  Eignir á íbúa eru 732 þús. kr. í árslok 2003 en voru 865 þús. kr. árið áður.

Í samstæðureikningi bæjarsjóðs og stofnana hans kemur fram að skuldir hafa lækkað frá fyrra ári úr 767 þús. kr. á íbúa í 689 þús. kr., eða um 78 þús. kr. á íbúa.  Eignir samstæðu lækka á milli ára um 36 þús. kr. á íbúa og eru nú 1.011 þús kr. á hvern íbúa bæjarins.

Ársreikningur Reykjanesbæjar verður tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í dag kl. 17:00 að Tjarnargötu 12.

 

 

Tilkynning frá fjármálstjóra Reykjanesbæjar
Ársreikningur Reykjanesbæjar verður tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í dag kl. 17:00 að Tjarnargötu 12.

Ársreikningurinn sýnir lækkun skulda og sterkari eiginfjárstöðu. Samanburður á fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar leiðir í ljós að hagur sveitarfélagsins hefur vænkast talsvert á undanförnum árum.  Þannig hefur sala eigna skilað sér í bættri skuldastöðu bæjarsjóðs og samstæðu.

Samkvæmt ársreikningi eru hreinar skuldir bæjarsjóðs (Heildarskuldir – Peningalegar eignir) tæpar 30 þús. kr. á íbúa sem er umtalsvert lægra en hjá þeim sveitarfélögum sem við berum okkur saman við.  Þessi stærð gefur betri mynd af skuldastöðu bæjarsjóðs þar sem tekið er tillit til veltufjármuna og þeirra krafna sem bærinn á útistandandi. 

Niðurstaða rekstrar
Þrjátíu milljón króna tap varð á rekstri bæjarsjóðs árið 2003 en heildartekjur bæjarsjóðs námu 4.153 mkr. en heildarútgjöld ársins 4.184 mkr.  Þetta er 500 mkr betri niðurstaða en endurskoðuð áætlun gerði ráð fyrir og 138 mkr. betri niðurstaða en árið áður.  Tap samstæðu, bæjarsjóðs og stofnana, nam 89 mkr. sem er 600 mkr. betri afkoma en áætlun gerði ráð fyrir og 217 mkr. betri afkoma en árið á undan. 

Helsta skýring á bættri afkomu er söluhagnaður fasteigna uppá 858 mkr.  Á móti kemur að bæjarsjóður tekur á sig óvænta hækkun lífeyrisskuldbindinga uppá 214 mkr. þá eru laun og launatengd gjöld 43 mkr. umfram áætlun svo og vöru- og þjónustukaup um 154 mkr.

Niðurstöður efnahagsreiknings
Í ársreikningi bæjarsjóðs kemur fram að skuldir hafa lækkað úr 515 þús. kr. á íbúa í 388 þús. kr., eða um 127 þús. kr. á hvern bæjarbúa.  Eignir á íbúa eru 732 þús. kr. í árslok 2003 en voru 865 þús. kr. árið áður.

Í samstæðureikningi bæjarsjóðs og stofnana hans kemur fram að skuldir hafa lækkað frá fyrra ári úr 767 þús. kr. á íbúa í 689 þús. kr., eða um 78 þús. kr. á íbúa.  Eignir samstæðu lækka á milli ára um 36 þús. kr. á íbúa og eru nú 1.011 þús kr. á hvern íbúa bæjarins.

Eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs hækkar úr 40% í 47% á milli ára og eiginfjárhlutfall samstæðu hækkar að sama skapi úr 27% í 32%.  Þetta hlutfall (Eigið fé / Skuldir og eigið fé) gefur til kynna hversu hátt eigið fé er í hlutfalli við heildarfjármagn sveitarfélagsins. Eiginfjárhlutfall uppá 47% þýðir að hlutfall skulda í heildarfjármagni er 53%.  Hátt hlutfall gefur þannig til kynna að sveitarfélagið er fjárhagslega betur statt til að mæta erfiðleikum og taprekstri.

Veltufjárhlutfall (Veltufjármunir/skammtímaskuldir) segir til um getu sveitarfélagsins til að mæta skuldbindingum sínum í náinni framtíð.  Hlutfallið segir lítið eitt og sér en í ljósi þróunar síðustu ára og í samanburði við önnur sveitarfélög má fullyrða að greiðsluhæfi Reykjanesbæjar er nokkuð gott.  Þannig hækkar veltufjárhlutfall bæjarsjóðs úr 0,76 í 2,02 en samstæðu úr 0,65 í 1,37.

Fjármálastjóri Reykjanesbæjar

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024