Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

30 milljóna króna rekstrarafgangur hjá Sandgerðisbæ
Fimmtudagur 3. maí 2018 kl. 14:42

30 milljóna króna rekstrarafgangur hjá Sandgerðisbæ

Í fundargerð Sandgerðisbæjar frá bæjarstjórnarfundi þann 2.maí kemur fram að rekstrarafgangur bæjarins sé 30 milljónir króna.

Bókun bæjarstjórnar:
Það er með stolti sem bæjarstjórn Sandgerðisbæjar staðfestir ársreikninga ársins 2017 með rekstrarafgangi upp á 30 milljónir króna og skuldaviðmiði sem stendur í 153%. Íbúar Sandgerðisbæjar og starfsfólk sveitarfélagsins hafa lagt mikið á sig til að ná þessum árangri undir samhentri forystu bæjarstjórnar síðustu tvö kjörtímabilin. Á sama tíma og skuldir hafa verið lækkaðar og rekstur bættur hefur náðst að standa vörð um blómlegt samfélag og góða þjónustu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024