Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

30% alls gistirýmis á Suðurnesjum án starfsleyfis
Fimmtudagur 28. apríl 2011 kl. 15:10

30% alls gistirýmis á Suðurnesjum án starfsleyfis

Ófremdarástand ríkir í starfsleyfismálum hjá ferðaþjónustuaðilum. Samtök ferðaþjónustunnar hafa allt frá áramótum unnið að því að kanna ástand í starfsleyfismálum fyrirtækja í ferðaþjónustu en félagsmenn hafa lengi kvartað yfir leyfislausum samkeppnisaðilum og hafa samtökin sent upplýsingar jafnóðum til leyfisveitenda. Á Suðurnesjum reyndist 30% alls gistirýmis leyfislaust, samkvæmt könnun samtakanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ráðinn var starfsmaður í verkið og er niðurstaða þeirra kannana, sem nú þegar hafa farið fram, sú að 98 ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur starfa án starfsleyfa á Íslandi. 


Á höfuðborgarsvæðinu fannst leyfislaust gistirými sem samsvarar tveimur 300 herbergja hótelum. 


Á Akureyri og á Reykjanesi reyndist 30% alls gistirýmis leyfislaust.  Á Suðurlandi, í umdæmi Selfoss, eru nánast allir gististaðir með leyfi en það er verið að kanna sumarbústaðamarkaðinn.  Enn er unnið að könnunum gististaða. 


Fjórar bílaleigur reyndust starfa án starfsleyfa á landinu.