3 útafakstrar og blint í Grindavík
Í morgun hefur verið nokkuð um tilkynningar til Lögreglunnar í Keflavík vegna umferðaróhappa sem rekja má til veðurs. Í morgun var bifreið ekið á ljósastaur við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og voru ökumaður og farþegi fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en talið er að meiðsli þeirra séu minniháttar. Það sem af er morgni hefur verið tilkynnt um þrjár bifreiðar sem hafa ekið út af vegna hálku fyrir ofan Keflavík. Engin slys urðu á fólki. Í Grindavík er nú mikill þæfingur og mjög blint og töluverð hálka.