3% LAUNAHÆKKANIR HJÁ VSFK
Bæjarráð Reykjanesbæjar undirritaði 29. desember samkomulag við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis um breytingar á gildandi kjarasamningum frá 23.apríl 1997. Núverandi samkomulag kveður á um að 1. janúar árið 2000 eigi öll laun að hækka um 3%. Þessi samningur gildir til 1.nóvember 2000 og er óuppsegjanlegur.