3.3 milljónir frá Pokasjóði í verkefni á Reykjanesi
70 aðilar víðs vegar af landinu fengu styrkúthlutun að upphæð samtals 90 miljónum króna frá Pokasjóði sl. föstudag.
Við athöfn í Salnum í Kópavogi veitti Óskar Sævarsson, ferðamálfulltrúi Grindavíkur, viðtöku 300.000 krónum í gerð söguskilta í Grindavík. Kristján Pálsson tók við 1.500.000 fyrir hönd Ferðamálasamtaka Suðurnesja í gönguleiðarverkefnið, Tómas Knútsson tók við 1.000.000 fyrir hönd Bláa Hersins til hreinsunarstarfa strandlengju Reykjanesskagans og Hellarannsóknarfélag Íslands fékk úthlutað 500.000 kr. til verkefna á Reykjanesi. Þeirra verkefni felst í að bæta aðgengi að hellinum Arnarkeri í Leitahrauni, lagfæra stíga og skilti ásamt stikun á gönguleið. Hæstu styrkir Pokasjóðs eru að venju í landgræðslu, verndun gróðurs og náttúru ásamt forvarnarstarfi og líknarmálefnum.
Það er skoðun þeirra Kristjáns og Óskars að hér á Reykjanesi erum við eftirbátar annara landshluta er viðkemur uppgræðslu lands þ.e.a.s skógrækt og verndun náttúru. Hægt er að finna mun fleiri verkefni á því sviði og er pokasjóður mikill og góður stuðningur við slíkt. Sjóðurinn vex og dafnar með hverju ári og ljóst að í framtíðinni verður miklum fjármunum veitt til samtaka sem taka að sér ýmisskonar verkefni er varða uppbyggingu og lagfæringar í umhverfi og náttúru.
Það ætti því að vera hvatning til allra félagasamtaka og sveitarfélaga að vinna faglega að umsókn um styrk frá pokasjóði og öðrum sjóðum sem veita styrki til umhverfismála.
Mynd: Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja, og Óskar Sævarsson, forstöðumaður Saltfisksetursins.
Af vefsíðu Grindavíkurbæjar
Við athöfn í Salnum í Kópavogi veitti Óskar Sævarsson, ferðamálfulltrúi Grindavíkur, viðtöku 300.000 krónum í gerð söguskilta í Grindavík. Kristján Pálsson tók við 1.500.000 fyrir hönd Ferðamálasamtaka Suðurnesja í gönguleiðarverkefnið, Tómas Knútsson tók við 1.000.000 fyrir hönd Bláa Hersins til hreinsunarstarfa strandlengju Reykjanesskagans og Hellarannsóknarfélag Íslands fékk úthlutað 500.000 kr. til verkefna á Reykjanesi. Þeirra verkefni felst í að bæta aðgengi að hellinum Arnarkeri í Leitahrauni, lagfæra stíga og skilti ásamt stikun á gönguleið. Hæstu styrkir Pokasjóðs eru að venju í landgræðslu, verndun gróðurs og náttúru ásamt forvarnarstarfi og líknarmálefnum.
Það er skoðun þeirra Kristjáns og Óskars að hér á Reykjanesi erum við eftirbátar annara landshluta er viðkemur uppgræðslu lands þ.e.a.s skógrækt og verndun náttúru. Hægt er að finna mun fleiri verkefni á því sviði og er pokasjóður mikill og góður stuðningur við slíkt. Sjóðurinn vex og dafnar með hverju ári og ljóst að í framtíðinni verður miklum fjármunum veitt til samtaka sem taka að sér ýmisskonar verkefni er varða uppbyggingu og lagfæringar í umhverfi og náttúru.
Það ætti því að vera hvatning til allra félagasamtaka og sveitarfélaga að vinna faglega að umsókn um styrk frá pokasjóði og öðrum sjóðum sem veita styrki til umhverfismála.
Mynd: Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja, og Óskar Sævarsson, forstöðumaður Saltfisksetursins.
Af vefsíðu Grindavíkurbæjar