Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

285 milljóna hagnaður Samkaupa árið 2004
Föstudagur 1. apríl 2005 kl. 12:04

285 milljóna hagnaður Samkaupa árið 2004

Aðalfundur Samkaupa hf. fór fram fyrir skemmstu og kom þar m.a. fram að hagnaður fyrirtækisins eftir skatta á síðasta ári nam 282.5 milljónum króna. Er það aukning frá árinu áður þar sem hagnaður var 218.5 milljónir. Hagnaður fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir voru 491 milljón.

Heildartekjur fyrirtækisins voru samtals 9.8 milljarðar á árinu, en rekstrargjöld voru 9.5 milljarðar. Tekjuaukning á milli ára var 11% en aukning á rekstrargjöldum var 12%. Handbært fé frá rekstri í fyrra var 369 milljónir á móti 360 milljónum árið 2003. Eigið fé Samkaupa í lok árs 2004 nam liðlega 1.1. milljarði króna og eigiðfjárhlutfall var um 33%.

Umsvif Samkaupa jukust verulega þar sem fjölmargar verslanir bættust í hópinn og ber þar helst að nefna Kaupfélag Borgnesinga sem sameinaðist fyrirtækinu í nóvember. Þá keyptu Samkaup verslunina Hornið á Selfossi auk verslana á Blönduósi og Skagaströnd.

Rekstareiningarnar Kjötsel og kostverslunin Valgarður á Akureyri voru seldar á árinu. Einnig var Byggingavöruverslun KB í Borgarnesi seld í lok ársins.

Hluthafar í Samkaupum hf. eru 192 talsins og er Kaupfélag Suðurnesja með stærstan hlut. Starfsmenn í árslok voru 636.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024