285 milljóna hagnaður Samkaupa árið 2004

Heildartekjur fyrirtækisins voru samtals 9.8 milljarðar á árinu, en rekstrargjöld voru 9.5 milljarðar. Tekjuaukning á milli ára var 11% en aukning á rekstrargjöldum var 12%. Handbært fé frá rekstri í fyrra var 369 milljónir á móti 360 milljónum árið 2003. Eigið fé Samkaupa í lok árs 2004 nam liðlega 1.1. milljarði króna og eigiðfjárhlutfall var um 33%.
Umsvif Samkaupa jukust verulega þar sem fjölmargar verslanir bættust í hópinn og ber þar helst að nefna Kaupfélag Borgnesinga sem sameinaðist fyrirtækinu í nóvember. Þá keyptu Samkaup verslunina Hornið á Selfossi auk verslana á Blönduósi og Skagaströnd.
Rekstareiningarnar Kjötsel og kostverslunin Valgarður á Akureyri voru seldar á árinu. Einnig var Byggingavöruverslun KB í Borgarnesi seld í lok ársins.
Hluthafar í Samkaupum hf. eru 192 talsins og er Kaupfélag Suðurnesja með stærstan hlut. Starfsmenn í árslok voru 636.