Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

282.000 tonn af flugvélaeldsneyti í ár
Olíuskip kemur með flugvélaeldsneyti til hafnar í Helguvík. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 29. nóvember 2016 kl. 11:16

282.000 tonn af flugvélaeldsneyti í ár

Sala á eldsneyti fyrir millilandaflug hefur aukist verulega hér á landi samfara aukinni umferð um Keflavíkurflugvöll. Í ár er áætlað að samtals verði um 282 þúsund tonnum af eldsneyti dælt á flugvélarnar sem fljúga til og frá landinu. Vefurinn Túristi.is greinir frá þessu.
 
Það er um þriðjungi meira en í fyrra og frá aldarmótum hefur notkunin ríflega tvöfaldast þegar hún var um 130 þúsund tonn. Árið 2050 er hins vegar búist við að notkunin verði 583 þúsund tonn eða nærri fimmtalt meiri en árið 2000 samkvæmt eldsneytisspá Orkustofnunnar.
 
Í spánni er gert ráð fyrir að flugvélarnar taki 45 prósent af því eldsneyti sem þær þurfa hér á landi en afganginn á erlendum flughöfnum. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024