ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Fréttir

28 útskrifuðust frá Menntastoðum
Mánudagur 24. janúar 2011 kl. 15:04

28 útskrifuðust frá Menntastoðum

Föstudaginn seinasta, þann 21. janúar útskrifaði Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum 28 nemendur úr Menntastoðum. Að þessu sinni útskrifuðust nemendur frá tveimur hópum, 16 úr staðnámi og 12 úr dreifinámi.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Menntastoðir eru samstarfsverkefni MSS, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Keilis en MSS sér um alla daglega umsjón með náminu. Meginmarkmið Menntastoða er að vera undirbúningsnám á framhaldsskólastigi fyrir Háskólabrú Keilis, en jafnframt er haft að leiðarljósi að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni, sama hvert þeir stefna.

Í dag bíður MSS upp á þrjár námsleiðir í Menntastoðum, staðnám sem er 6 mánað langt nám, dreifinám og fjarnám sem hvort tveggja er 10 mánaða langt nám. Fjarnám er nýjasta námsleiðin í Menntastoðum og fór af stað í janúar með tæplega 20 nemendum. Fjarnámið er byggt upp á einni vinnuhelgi í mánuði en annars stunda nemendur námið í gegnum internetið. Alls stunda nú 79 nemendur nám í fjórum hópum Menntastoða.

Menntastoðir sem fagna 2 ára afmæli sínu nú í febrúar, hafa frá upphafi útskrifað 90 manns úr fullu námi úr Menntastoðum og hafa flestir haldið áfram frekara framhaldsnámi.

MSS óskar útskriftarnemum til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar í áframhaldandi námi.

Á meðfylgjandi myndum má sjá útskriftarhópana tvo ásamt Guðjónínu Sæmundsdóttur forstöðumanni MSS og Hjörleifi Þ. Hannessyni umsjónarmanni Menntastoða.

VF-Myndir/siggijóns - [email protected]


Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25