Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

260 jarðskjálftar við Krýsuvík
Miðvikudagur 8. desember 2010 kl. 09:21

260 jarðskjálftar við Krýsuvík

Vikuna 29. nóvember til 5. desember sl. komu 580 jarðskjálftar fram á mælum Veðurstofunnar og 5 sprengingar. Stærsti skjálftinn var upp á 2,7 stig við Herðubreið en töluverð virkni var á þeim slóðum.

Viðvarandi jarðskjálftavirkni var á Krýsuvíkursvæðinu og alls mældust þar um 260 jarðskjálftar. Stærsti jarðskjálftinn mældist 2,5 að stærð með upptök um 1,5 km vestur af Krýsuvíkurskólanum þann 1. desember. Nær allir aðrir jarðskjálftar á svæðinu voru minni en 2 að stærð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024