2500 blöðrum sleppt við opnun Ljósanætur í Reykjanesbæ
Ljósanótt 2005 var sett formlega í dag þegar skólakrakkar úr Reykjanesbæ slepptu marglitum blöðrum við Myllubakkaskóla.
Steinþór Jónsson, formaður ljósanæturnefndar, setti hátíðina ásamt vini sínum Steve Riley, brellumeistara Clints Eastwood, en auk þess flutti Árni Sigfússon, bæjarstjóri ávarp og dóttir hans, Védís Hervör, söng Ljósalagið frá því í fyrra, þessa einu nótt.
Skólakrakkarnir komu gangandi í skrúðgöngu frá öllum skólum bæjarins og skemmtu sér vel. Sagði Steinþór enda í ávarpi sínu að Ljósanótt væri hátíðin þeirra fyrst og fremst.
VF-myndir/Þorgils og Atli Már: Mynd 2: Steinþór og Steve Riley