250 milljóna skaðabætur vegna hagnaðarmissis
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Hópbílaleigunni rétt tæpar 250 milljónir króna í skaðabætur vegna missis hagnaðar, sem fyrirtækið hefði notið, ef Vegagerðin hefði ekki ákveðið að hafna tilboðum Hópbílaleigunnar í sérleyfisakstur og skólaakstur á Suðurlandi og Suðurnesjum. Fjölskipaður dómur komst að þessari niðurstöðu í dag. Það er mbl.is sem greinir frá dómnum.
Dómstólar höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið væri skaðabótaskylt og höfðuðu því Hópbílaleigan skaðabótamál.
Í dóminum þá sagði að ekkert hefði komið fram um að Hópbílaleigan hafi ekki uppfyllt þau skilyrði um fjárhagslegt og tæknilegt hæfi sem fólust í útboðsgögnum um aksturinn á Suðurlandi og Suðurnesjum.
Hópbílaleigan hafi verið með hagstæðasta tilboðið í aksturinn og því hafi Vegagerðinni ekki verið heimilt að hafna tilboði fyrirtækisins á þeim forsendum að það hefði ekki fjárhagslega og tæknilega burði til að standa við tilboð sitt. Ákvörðun Vegagerðarinnar hafi því brotið gegn ákvæðum laga um útboð
Matsgerða var aflað með dómkvaðningu matsmanna sem færðu sönnur á að Hópbílaleigan hafi orðið fyrir tjóni vegna hinna ólögmætu ákvarðana og hversu miklu.