Atnorth
Atnorth

Fréttir

  • 25 þúsund gestir í Hljómahöll
  • 25 þúsund gestir í Hljómahöll
    Tómas Young framkvæmdastjóri Hljómahallar.
Miðvikudagur 31. desember 2014 kl. 08:10

25 þúsund gestir í Hljómahöll

Samtals hafa 25.000 gestir heimsótt Hljómahöll þá mánuði sem húsið hefur verið opið. Hljómahöll og Rokksafn Íslands opnuðu formlega þann 5. apríl sl.

„Opnunarhátíðin var glæsileg og hér var margt um manninn en um 2000 gestir heimsóttu Hljómahöll yfir opnunarhelgina. Margir listamenn komu fram og er það okkar einlæga ósk að bæjarbúar og allir aðrir gestir hafi skemmt sér vel, rétt eins og við. Þessi glæsilega opnunarhátíð setti svo tóninn fyrir næstu mánuði en um 25 þúsund manns hafa heimsótt Hljómahöll frá opnun. Þar af hafa tæplega 5000 manns heimsótt og greitt aðgangseyri á Rokksafn Íslands,“ segir Tómas Young framkvæmdastjóri Hljómahallar í tilkynningu frá Hljómahöll.

„Hingað koma ferðamenn hvaðanæva úr heiminum sem geta vart orða bundist yfir hinu glæsilega Rokksafni og okkar glæsilegu Hljómahöll. Það er gaman að segja frá því að safnið trónir nú efst á lista yfir viðkomustaði í Reykjanesbæ á ferðasíðunni TripAdvisor.com. Hingað koma einnig tónleikagestir en meðal þeirra listamanna sem hér hafa komið fram eru Snorri Helgason, hljómsveitin Ylja, KK, hljómsveitin Mammút, Ragnheiður Gröndal, Pétur Ben, Júníus Meyvant, strengjakvartettinn Stilltur svo eitthvað sé nefnt. Uppselt hefur verið á fjölda viðburða og er óhætt að segja að viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum. Við munum að sjálfsögðu halda ótrauð áfram í að fá hingað listamenn sem gleðja og næra anda okkar Reykjanesbúa sem og annarra tónleikagesta,“ segir í tilkynningunni.


Frá opnun Hljómahallar 5. apríl sl.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Meðal viðburða að undanförnu voru uppistand með Pétri Jóhanni og síðan jólatónleikar hjá systkinunum Ellen og KK.