24 kynferðisafbrotamál til barnaverndarnefndar á síðasta ári
Árið 2002 voru skráð 202 barnaverndarmál hjá barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar og þar af voru 24 mál sem flokkast undir kynferðisafbrotamál, en þetta kemur fram í ársskýrslu Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ. 33 mál sem bárust barnaverndarnefnd eru flokkuð sem unglingamál, 54 vegna vanrækslu eða vangetu foreldra, 31 mál vegna vímuefnaneyslu foreldra, 21 mál þar sem óskað var eftir ráðgjöf og 17 mál vegna seinfærra foreldra. Nefndinni bárust 17 mál vegna atferlistruflaðra barna og 4 mál tengdust ofbeldi. Í skýrslunni segir að eftir markvisst kynningarstarf Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar á þjónustu stofnunarinnar hafi foreldrar leitað í auknum mæli eftir þjónustu. Í skýrslunni segir ennfremur. „Áfram var unnið ötullega að forvarnarmálum hjá stofnuninni sem skilar sér vel í vinnslu barnaverndarmála. Má þar t.d. nefna námskeið á vegum Foreldrahússins/Vímulausrar æsku en FFR hóf árið 2002 að bjóða öllum foreldrum grunnskólabarna í Reykjanesbæ námskeið. Lögð hefur verið áhersla á fjölgun úrræða í barnaverndarmálum og má þar nefna sálfræðiaðstoð, tilsjón, stuðningsfjölskyldur og sveitadvalir. Vakin er athygli á því að tilsjónarmaður er starfandi í 100% stöðugildi sem veitir stuðning í barnaverndarmálum.“ Á árinu 2001 var fjöldi mála hjá barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar 181 talsins og á árinu 2000 voru málin alls 191.
Fjárhagsaðstoð til einstaklinga jókst á milli ára
Útgjöld til fjárhagsaðstoðar til einstaklinga hækkuðu um 21% á milli áranna 2001 og 2002 og námu alls tæpum 30 milljónum króna. Árið 2002 fengu 299 einstaklingar fjárhagsaðstoð og kemur fram í ársskýrslunni að 54% þeirra voru ekki einir í heimili.
Þegar sá hópur sem fékk aðstoð árið 2002 er skoðaður nánar kemur í ljós að fjölmennasti hópurinn sem fékk framfærslu árið 2002 voru einhleypir karlmenn eða í 23% tilfella. Þá kemur í ljós að menntunarstaða þeirra einstaklinga sem sækja um framfærslu er mjög slök en af þeim 299 einstaklingum sem sóttu um aðstoð voru einungis 6% með framhaldsmenntun eftir grunnskóla. Þegar aldursdreifing hópsins er skoðuð kemur í ljós að fólk á aldrinum 16-24 ára er fjölmennasti hópurinn er fékk framfærslu á árinu. Atvinnuástand í Reykjanesbæ var ekki gott árið 2002. Af þeim sökum var erfitt var fyrir umræddan aldurshóp að fá vinnu þar sem atvinnuleysi fór vaxandi og menntunarstaða hópsins í heild var mjög slök.
Útgjöld til Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar námu í heild rúmum 245 milljónum króna á árinu 2002 eða rúmum 22 þúsund krónur á hvern íbúa Reykjanesbæjar.
Fjárhagsaðstoð til einstaklinga jókst á milli ára
Útgjöld til fjárhagsaðstoðar til einstaklinga hækkuðu um 21% á milli áranna 2001 og 2002 og námu alls tæpum 30 milljónum króna. Árið 2002 fengu 299 einstaklingar fjárhagsaðstoð og kemur fram í ársskýrslunni að 54% þeirra voru ekki einir í heimili.
Þegar sá hópur sem fékk aðstoð árið 2002 er skoðaður nánar kemur í ljós að fjölmennasti hópurinn sem fékk framfærslu árið 2002 voru einhleypir karlmenn eða í 23% tilfella. Þá kemur í ljós að menntunarstaða þeirra einstaklinga sem sækja um framfærslu er mjög slök en af þeim 299 einstaklingum sem sóttu um aðstoð voru einungis 6% með framhaldsmenntun eftir grunnskóla. Þegar aldursdreifing hópsins er skoðuð kemur í ljós að fólk á aldrinum 16-24 ára er fjölmennasti hópurinn er fékk framfærslu á árinu. Atvinnuástand í Reykjanesbæ var ekki gott árið 2002. Af þeim sökum var erfitt var fyrir umræddan aldurshóp að fá vinnu þar sem atvinnuleysi fór vaxandi og menntunarstaða hópsins í heild var mjög slök.
Útgjöld til Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar námu í heild rúmum 245 milljónum króna á árinu 2002 eða rúmum 22 þúsund krónur á hvern íbúa Reykjanesbæjar.