Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

24 kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina
Þriðjudagur 18. júní 2013 kl. 14:15

24 kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina

Lögreglan á Suðurnesjum kærði 24 ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá þeirra sem hraðast ók var kona á fertugsaldri og mældist bifreið hennar á 146 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.

Annar ökumaður var, auk hraðakstursins, kærður fyrir að aka á nagladekkjum og sá þriðji, sem ók of hratt hafði neytt áfengis, en var undir áfengismörkum og var því gert að hætta akstri.  Loks var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024