Föstudagur 6. júní 2014 kl. 17:28
24 kærðir fyrir of hraðan akstur
Lögreglan á Suðurnesjum kærði 24 ökumenn fyrir of hraðan akstur í vikunni. Tveir mældust á mestum hraða, 137 km. á klukkustund þar sem hámarkshraði er 90 km. Af þessum hóp ökumanna voru tíu erlendir ferðamenn. Langflest brotin áttu sér stað á Reykjanesbraut.