23 verkefni fengu styrk úr samfélagssjóði Isavia
Fjögur verkefni frá Suðurnesjum fengu styrk
Evrópumót í keltneskum fangbrögðum í Reykjanesbæ, Trúðaheimsóknir á Barnaspítala Hringsins, flugsýning á Reykjavíkurflugvelli og forvarnarstarf gegn fíkniefnum voru meðal verkefna sem hlutu styrk úr samfélagssjóð Isavia í seinni úthlutun fyrir árið 2018. Styrkir voru veittir við hátíðlega athöfn þann 5. febrúar 2019 en aldrei hafa fleiri málefni hlotið styrk úr sjóðnum. Við val á styrkþegum er áhersla lögð á umhverfismál, mannúðarmál, forvarnir, flugtengd málefni, listir, menningu og menntamál. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári og var þetta seinni úthlutun fyrir árið 2018. Ætíð berst nokkuð mikill fjöldi umsókna.
Verkefnin sem tengjast Suðurnesjum og fengu styrk að þessu sinni eru:
· Þekkingarsetur Suðurnesja fær styrk vegna verkefnis sem gengur út á að innleiða samfélagsvísindi hjá Þekkingarsetrinu. Mögulegur ávinningur er aukin umhverfisvitund og umhverfisvernd.
· Glímusamband Íslands fær styrk vegna Evrópumóts í keltneskum fangbrögðum sem haldið verður í Reykjanesbæ.
· Knattspyrnufélagið Víðir fékk styrk til barna- og unglingastarfs félagsins.
· Skátafélagið Heiðabúar fékk ferðastyrk í félagsútilegur.
Önnu verkefni sem fengu styrk:
· Berglind Baldursdóttir fékk styrk fyrir forvarnarverkefni tengt heimilisofbeldi í samstarfi við Kvennaathvarfið.
· Birta landssamtök fengu styrk fyrir fræðslu og hvíldardaga fyrir foreldra og fjölskyldur sem hafa misst börn sín skyndilega.
· Delta Kappa Gamma fékk styrk vegna ráðstefnu í Reykjavík sem ber heitið Research and Practice in Enhancing the Learning Community and the 6 Cs.
· Félag heyrnarlausra fékk styrk fyrir túlkun bókarinnar Drekinn innra með þér yfir á íslenskt táknmál.
· Fjölskylduhjálp Íslands fékk styrk fyrir matarúthlutanir til skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar.
· Flugmálafélag Íslands fékk styrk vegna flugsýningar á Reykjavíkurflugvelli sem haldin var í september 2018.
· Hildur H. Pálsdóttir fékk styrk fyrir forvarnarverkefni gegn fíkniefnum fyrir grunnskóla, foreldra og fleiri.
· Íþróttafélagið Magni – yngri flokkar fengu styrk til að efla barna- og unglingastarf félagsins.
· Lionsklúbburinn Hængur Akureyri fékk styrk til ræktunar á skógarreit í Glerárdal ofan Akureyrar.
· Reykjanesbær fékk styrk fyrir pólska menningarhátíð sem haldin er í Reykjanesbæ.
· Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda fékk styrk vegna ráðstefnunnar Drögum (kynja)tjöldin frá – til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn.
· Safe ehf. fékk styrk vegna upplýsingaverkefnis fyrir erlenda ferðamenn sem ferðast um landið á bílaleigubílum.
· Saga forlag Ísland fékk styrk vegna nýrrar heildarútgáfu Íslendingasagna og -þátta í fimm bindum. Útgáfan er í tilefni af aldarafmæli fullveldis á Íslandi.
· SamAust, samtök félagsmiðstöðva á Austurlandi fengu styrk vegna Austurlandsmóts fulltrúa félagsmiðstöðva
· Skógarmenn KFUM – Vatnaskógur fengu styrk til byggingar svefns- og þjónustuskála í Vatnaskógi.
· Stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna fær styrk sem ætlað er að vekja athygli á því sem vel er gert í íslensku tónlistarlífi.
· Trúðavaktin fékk styrk til heimsókna íslensku sjúkrahústrúðanna á Barnaspítala Hringsins.
· Vakandi fær styrk vegna átaks í eflingu vitundarvakningar um matarsóun og umhverfismál á Íslandi.
· Viðburðastofa Norðurlands fær styrk vegna vetraríþróttahátíðarinnar Íslensku vetrarleikarnir í Hlíðarfjalli.
-
-
Ólögleg atvinnuþátttaka á borði lögreglu
Fréttir 16.02.2019 -
Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir 16.02.2019 -
Hlóðu virki í flugstöðinni og mölduðu í móinn
Fréttir 16.02.2019
-
-
-
Íbúar Reykjanesbæjar mun ánægðari með sorphirðu nú
Fréttir 19.02.2019 -
Rýnt í nýtingu Reykjaneshallar og gerð nýs gervigrasvallar
Fréttir 19.02.2019 -
Samdráttur upp á 10% í sumaráætlun Keflavíkurflugvallar
Viðskipti 19.02.2019 -
Undirbúa fjölmargar framkvæmdir ársins
Fréttir 19.02.2019 -
Samþykkt með tilvitnuðum fyrirvara bæjarstjórnar
Fréttir 18.02.2019 -
Sex Suðurnesjamenn í æfingahópnum
Íþróttir 18.02.2019 -
Lifandi og krefjandi starf sem gefur mikið
Mannlíf 17.02.2019 -
Íbúafundur um ferðamál í Vogum
Mannlíf 19.02.2019 -
Grindavík hefur margt að bjóða
Mannlíf 17.02.2019 -
Fyrsti kossinn, Bláu augun þín og Harðsnúna Hanna
Mannlíf 16.02.2019 -
Þekking á aðstæðum flóttafólks og hælisleitenda dýpkuð
Fréttir 18.02.2019 -
Nýtt framhaldsskólanám í tölvuleikjagerð á Ásbrú
VefTV 16.02.2019
-
-
-
Nýtt framhaldsskólanám í tölvuleikjagerð á Ásbrú
VefTV 16.02.2019 -
VefTV 16.02.2019
-
Heilsugæsla dýranna og tölvuleikjanám í Suðurnesjamagasíni vikunnar
VefTV 14.02.2019 -
VefTV 09.02.2019
-
Hæfileikaríkur hópur setur upp Furðuverk
VefTV 09.02.2019 -
Furðuverk og auðlindagarður í Suðurnesjamagasíni
VefTV 07.02.2019 -
Nýtt lúxushótel og spa í Bláa Lóninu - sjón er sögu ríkari
VefTV 04.02.2019 -
The Retreat at Blue Lagoon og HS Orka í Suðurnesjamagasíni
VefTV 31.01.2019 -
Aðgerðir fyrir vaxtarsvæðið Suðurnes
VefTV 31.01.2019 -
Suðurnesjamaður ársins í Suðurnesjamagasíni
VefTV 25.01.2019 -
70-80% bæjarbúa á móti rekstri kísilvera í Helguvík
VefTV 23.01.2019 -
VefTV 20.01.2019
-