Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

23 milljónir til menningarmála
Þriðjudagur 10. júní 2014 kl. 09:31

23 milljónir til menningarmála

Á dögunum var skrifað undir eins árs menningarsamnings milli sveitarfélaga á Suðurnesjum og mennta- og menningarmálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Undirritun samningsins var heldur seinna á ferðinni en upphaflega var ráð fyrir gert. Það var til þess að umsóknarferlinu öllu seinkaði talsvert.

Menningarráð Suðurnesja vonar að það hafi ekki komið að sök og að verkefnin sem  fá styrk verði að veruleika íbúum Suðurnesja til gleði og yndisauka.

Að þessu sinni var sótt um styrki fyrir 72 verkefni. Samtals hljóðuðu styrkbeiðnir upp á 83 milljónir króna. Verkefnin sem hljóta styrk eru 31 talsins, verkefnastyrkir og stofn- og rekstrarstyrkir. Heildarupphæð úthlultunur eru 23 milljónir króna.

Ákvörðun Menningarráðs gildir aðeins um þessa úthlutun.

Eftirfarandi verkefni hljóta styrki í júní 2014

1.500.000 All Tomorrow´s Parties á Ásbrú. Umsækjandi Ómstríð efh.
Verkefnið er alþjóðleg tónlistarhátíð sem var fyrst haldin árið 2013. Hátíðin leggur mikla áherslu á upplifun gesta en hún er haldin um heim allan. Hátíðin á sér marga dygga aðdáendur sem fylgja henni hvert sem er.

1.500.000 Sameinuð dönsum við. Umsækjandi Bryn Ballett Akademían ehf
Verkefnið er danshátíð og forvarnarfræðsla fyrir unglinga á aldrinum 13 – 16 ára. Verkefnið fer fram í öllum samfélagskjörnum á Suðurnesjum

1.000.000 Söngleikur. Umsækjandi nemendafélag FS.
Verkefnið lýtur að uppsetningu söngleiks vorið 2015. Nemendafélagið setti upp söngleikinn Dirty Dancing í vetur og er markmiðið að gera þetta að árlegum viðburði.

1.000.000 Fornleifarannsókn, Vogur, Hafnir. Umsækjandi Fornleifafræðistofan
Fornleifarnar í Höfnum eru með merkustu fornleifum sem rannsakaðar hafa verið á þessu svæði. Hús 3 fannst í lok rannsókna síðast liðið sumar og verður rannsókn því haldið áfram.

1.000.000 Óratorían Messías eftir handel í Hljómahöllinni. Umsækjandi Keflavíkursókn
Verkið er eitt allra þekktasta verk tónlistarsögunnar. Uppsetning þess í Hljómahöllinni mun vekja mikla athygli innan svæðis sem utan og kynna þá frábæru aðstæður sem nú er risin og þann einstaka mannauð sem samfélagið býr að.

1.000.000 Ferskir Vindar í Garði. Umsækjandi Mireya Samper
Verkefnið mun vera næst stærsta listahátíð á Íslandi. Fjölda listafólks úr öllum listgreinum og af mörgum þjóðernum er boðið að koma til Íslands, til að kynnast landi og þjóð, verða fyrir áhrifum náttúrunnar og samfélagsins og skilja eftir sig spor í formi sköpunar.

800.000 Með blik í auga – Keflavík og kanaútvarpið. Umsækjandi Guðbrandur Einarsson
Tónlistarsýning þar sem flutt verður tónlist sem tengdist Kanaútvarpinu. Sýningin er hluti af dagskrá Ljósanætur og verður flutt á þrennum tónleikum.

800.000 List án landamæra á Suðurnesjum. Umsækjandi fimm sveitarfélög á Suðurnesjum
List án landamæra er hátíð fjölbreytileikans þar sem horft er á tækifæri en ekki takmarkanir. Verkefnið lýtur að því að koma á framfæri list fólks með fötlun á framfæri og koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks.

800.000 Safnahelgi á Suðurnesjum. Umsækjandi Fimm sveitarfélög á Suðurnesjum.
Verkefnið lýtur að kynningu á menningarferðaþjónustu utan hefðbundins ferðamannatíma. Verkefnið er sameiginleg kynningá söfnum, setrum og sýningum sem eru í boði á Suðurnesjum

600.000 Hæfileikar SamSuðs 2014. Umsækjandi Félagsmiðstöðvar á Suðurnesjum
Með verkefninu er skapaður vettvangur fyrir ungmenni á Suðurnesjum til að sýna og rækta hæfileika sína. Slík keppni dregur einnig fram að á Suðurnesjum er margt ungt hæfileikafólk sem er um leið góðar fyrirmyndir fyrir jafningja og hvetur þá til dáða.

600.000 Listahátíð barna vorið 2015. Umsækjandi Menningarsvið Reykjanesbæjar.
Verkefnið er samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar, fræðslusviðs Reykjanesbæjar, allra 10 leikskóla bæjarins, allra 6 grunnskólanna, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og dansskólanna Bryn Ballett Akademíunnar og Danskompanís. Með samstarfi við Listasafnið er sköpuð fagleg umgjörð sem hæfir slíku starfi.

500.000 Upplýsinga- og fræðsluskilti í Vogum og á Vatnsleysuströnd. Umsækjandi Hilmar Egill Sveinbjörnsson
Verkefnið felst í hönnun og uppsetningu á fræðsluskiltum. Fræðsluskiltin verða tengd sögu og menningu þeirra staða þar sem þau verða sett upp og gagnast bæði innlendum sem erlendum ferðamönnum.

500.000 Kynning á bókmenntaarfinum. Umsækjandi Bókasafn Reykjanesbæjar fyrir hönd almenningsbókasafna á Suðurnesjum.
Almenningsbókasöfn á Suðurnesjum hafa á undanförnum árum haft samstarf um menningarviðburði þar sem bókmenntir, rithöfundar og skáld hafa verið kynnt. Markmiðið er að kynna bókmenntaarf okkar íslendinga og leggja áherslu á læsi og mikilvægi lesturs.

500.000 Menn og minningar úr Miðneshreppi. Umsækjandi Sandgerðisbær.
Verkefnið lýtur að söfnun og skráningu sagna úr Miðneshreppi. Rætt verður við aldraða íbúa fyrrum Miðneshrepps með það í huga að varðveita sagnir og fróðleik af svæðinu.

500.000 Ljósmál – heimildarkvikmynd um vita á Íslandi og áhrif þeirra á tækni, byggðasögu og öryggi sjómanna. Umsækjandi – Íslenska vitafélagið – félag um íslenska strandmenningu.
Verkefnið snýr að vitum á Íslandi, sögu þeirra sem er stutt, um 130 ára gömul. Þetta er saga strandmenningar, byggingarlistar vita, skipaskaða og örlagasögur.

500.000 Ljósmyndarinn Jón Tómasson – Ljósmyndir frá Keflavík 1940-1960. Umsækjendur eru afkomendur Jóns Tómassonar f.v. stöðvarstjóra Pósts og síma.
Jón Tómasson var afkastamikill ljósmyndari á árunum 1940 til 1960. Afkomendur hans vilja heiðra minningu hans á 100 ára fæðingarafmæli hans. Auk þess finnst afkomendum hans mikilvægt að hluti af merku ljósmyndasafni hans, sem hann gaf Byggðasafni Reykjanesbæjar, verði gert aðgengilegt fyrir almenning.

500.000 Barnaóperan Hans og Gréta eftir E. Humperdinck á Listahátíð barna í Reykjanesbæ. Umsækjandi Óp-hópurinn.
Um er að ræða 70 mín. sýningu sem sungin er á íslensku. Börnin taka virkan þátt í sýningunni sem hefur íslenskt yfirbragð

500.000 Þýðing og vinnsla texta fyrir sýninguna Rokksafn Íslands. Umsækjandi Poppminjasafn Íslands.
Verkefnið lýtur að því að þýða texta sýningarinnar á önnur tungumál til að geta þjónustað hina erlendu gesti sem sækja safnið heim.

500.000 Frá bassa til baritóns. Umsækjandi Jóhann Smári Sævarsson.
Jóhann Smári og Helga Bryndís Magnúsdóttir, flytja Íslenskar einsöngsperlur, erlend ljóð og óperuaríur í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ, Grindavíkurkirkju og Safnaðarheimilinu í Sangerði.

400.000 Norrænt ljóðakvöld í Kvikunni. Umsækjandi Kvikan auðlinda- og menningarhús
Hér er um að ræða Norrænt ljóðakvöld með upplestri, fyrirlestrum, umræðum og söng. Grindavík tengist norrænum vinarbæjum þar sem er sterk ljóðahefð.

400.000 Leitin að þögninni portrait af Suðurnesjum. Umsækjandi Kristinn Guðmundsson
Er verkefni þar sem listamennirnir Kristinn Guðmundsson og Peter Sattler velta vöngum sínum yfir hvað sé þögn. Hvenær er hljóð þögn og í hvaða mismunandi aðstæðum er þögnin raunveruleg þögn. Listamennirnir reyna að upplifa þögnina á Suðurnesjum og miðla því til áhorfenda með hljóðum hljóðum og hljóðum myndum.

400.000 Órói - ferðasaga úr bíl. Umsækjandi Gunnhildur Þórðardóttir
Verkefnið er viðtöl við hversdagshetjur nútímans og röð innsetninga þar sem hið hefðbundna sýningarrými er brotið upp. Sýningarrýmið er fært út í umhverfi hversdagsins. Sýningin verður bæði unnin og sýnd í lítilli bifreið listamannsins sem lagt verður á mismunandi stöðum innan bæjarmarkanna.

400.000 Heimskauptin heilla í barnvænum umbúðum. Umsækjandi Þekkingarsetur Suðurnesja.
Þekkingarsetur Suðurnesja býður upp á tvær sýningar sem eru mikið sóttar af skólahópum og ferðamönnum árið um kring. Um þriðjungur gesta eru nemendahópar, flestir af yngri stigum grunnsólans. Texti sýningarinnar er ekki aðgengilegur fyrir börn, nú stendur til að bæta úr því.

Eftirfarandi verkefni hljóta stofn- og rekstrarstyrkir í maí 2013.

1.500.000 Gestastofa Reykjanes jarðvangs. Umsækjandi Reykjanes jarðvangur.
Reykjanes jarðvangur hefur sett sér það markmið að koma á fót gestastofu til að veita upplýsingar og fræðslu til gesta jarðvangsins um jarðfræði, náttúrufar, sögu, þjónustu, afþreyingu, gögnuleiðir of.l.

1.000.000 Efling innra starfs Listasafns Reykjanesbæjar. Umsækjandi Listasafn Reykjanesbæjar.
Skráning og utanumhald í geymslum safna er hluti af kjarnastarfi hvers safns. Safnkostur Listasafns Reykjanesbæjar er mikilvægur hluti af listasögu landsins og því mikilvægt að faglegri þekkingu og viðurkenndum aðferðum sé beitt við varðveislu og skráningu hans.

1.000.000 Rekstur sýninga hjá Þekkingarsetri Suðurnesja. Umsækjandi Þekkingarsetur Suðurnesja.
Þekkingarsetur Suðurnesja er miðstöð rannsóknastarfs í náttúrufræðum og tengdum greinum á Suðurnesjum. Náttúrustofa Suðuvesturlands og Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum eru stoðstofnanir setursins og halda upp rannsóknahluta þess. Auk þess er boðið upp á tvær sýningar, náttúrugripasýningu og Heimskautin heilla.

1.000.000 Byggðasafn Garðskaga. Umsækjandi Byggðasafn Garðskaga.
Frá árinu 1983 hafa safnast fjöldi muna sem tengjast búskaparháttum á nítjándu og tuttugustu öld, sjóminjum frá sama tímabili, mynda- og skjalasafn auk vélasafns. Vélasafnið er einstakt á landsvísu.

800.000 Uppsetning yfirlitssýningar í Duushúsum. Umsækjandi Byggðasafn Reykjanesbæjar.
Opnuð verður yfirlitssýning um sögu svæðisins í Duushúsum. Markmiðið er að gefa gestum kost á að ná heildarsýn yfir söguna, þar sem áhersla verður lögð á tengsl menningar og náttúru, samskipti ólíkra samfélagshópa bæði erlendra og innlendra einnig verður lögð áhersla á að kynna uppbyggingu þéttbýliskjarna .

600.000 Fischershús, áframhald endurgerðar. Umsækjandi Reykjanesbær.
Húsið er eitt af merkustu húsum bæjarins, byggt 1881. Húsið þótti á sínum tíma eitt glæsilegasta hús landsins og er merkilegt á landsvísu. Fyrirhugað er að endurbyggja húsið í upprunalegri mynd, en það verður gert í áföngum.

500.000 Rekstrarstyrkur vegna slökkviliðsminjasafns. Umsækjandi Áhugasamtök um sögu slökkviliða á Íslandi.
Á safninu er saga slökkviliðs Keflavíkur rakin í máli og myndum. Safn sem segir sögu slökkviliða á Íslandi ásamt því að vera með forvarnaarfræðslu fyrir börn.

400.000 400 ára afmælisárs séra Hallgríms Péturssonar minnst. Umsækjandi Sóknarnefnd Hvalsneskirkju.
Hallgrímur þjónaði í sjö ár í Hvalsneskirkju. Þar hóf hann skrif á sínu mesta ritverki Passíusálmunum, sem hafa lifað með þjóðinni alla tíð frá þeim tíma.


Samtals 23 styrkir til verkefna að fjárhæð kr. 16.200.000

Samtals 8 stofn og rekstrarstyrkir að fjárhæð kr. 6.800.000.

Veittir styrkir kr. 23.000.000.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024