Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • 23 ára hreyfa sig jafn mikið og áttræðir
    Ungur tövlunotandi.
  • 23 ára hreyfa sig jafn mikið og áttræðir
    Hafþór Birgisson.
Fimmtudagur 20. nóvember 2014 kl. 10:43

23 ára hreyfa sig jafn mikið og áttræðir

- segir tómstundafulltrúi RNB. 33% 4. bekkinga á Facebook.

„Þetta er málefni sem tekur sífelldum breytingum og þarf sífellt að fara yfir. Eitthvað nýtt kemur fram í hverjum mánuði og margt sem fellur úr gildi,“ segir Hafþór Birgisson, tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar. Hann hefur undanfarin 10 ár farið í 5. bekki í grunnskólum í Reykjanesbæ og frætt þá um tölvunotkun.

33% 4. bekkinga á Facebook
„Þetta hefur gengið rosalega vel, margar frábærar spurningar frá krökkunum. Þau eru bara ótrúlega klár og það kom mér á óvart hvað þau voru í rauninni framarlega í þessu. Kunnu mikið og veru móttækileg fyrir allri fræðslu. Hef aldrei fengið svona margar spurningar þau ár sem ég hef sinnt þessu. Það var greinilega líka búið að vinna góða vinnu í grunnskólunum,“ segir Hafþór. Börnin hafi einnig sagt sögur af því tölvunotkun foreldra sinna, sem fari mikið inn á fréttasíður en unga fólkið sæki meira í tölvuleiki. „Einstaka börn eru nota myndaforritið Instagram og samkvæmt rannsóknum eru um 33% barna í 4. bekk með Facebook þrátt fyrir 13 ára aldurstakmark. Foreldrarnir stjórna þessu og þeir eru stærstu fyrirmyndirnar. Það er engum hollt að vera klukkutímum saman fyrir framan tölvu, tala nú ekki um fólk sem vinnur við tölvu allan daginn líka. Þetta snýst um að setja börnunum mörk og kynnast netnotkun þeirra.“

Stoðkerfa- og lestrarvandamál vegna tölvunotkunar
Hafþór hefur, ásamt Kristjáni Geirssyni lögreglumanni, einnig frætt foreldra grunnskólabarna að kvöldi til og segir að flestir foreldrar átti sig á því að 23 ára hreyfa sig jafn orðið mikið og áttræðir. „Í síðustu viku sagði Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari frá því að stoðkerfavandamál eru að aukast vegna tölvunotkunar. Það eru ýmis teikn á lofti og fólk þarf að skoða það. Verri lestrargeta er einnig rakin til aukinnar tölvunotkunar.  Í mínum fyrirlestrum hef þó ég fyrst og fremst hvatt foreldra til að auka lestur og hreyfigetu. Ég hef verið að segja það sem hefur mikið komið fram í fjölmiðlum,“ segir Hafþór. Til séu foreldrar sem eigi börn þar sem komið er í óefni hjá. „Það er bara staðreynd. Foreldrar hafa haft beint samband við mig og ég hef farið yfir hlutina með þeim. Það er sálfræðingur í Reykjavík sem sérhæfir sig í netfíkn og hægt er að grípa inn í og fá hjálp.“

Fín mæting þegar hringt er í foreldra
Misjöfn mæting hefur verið í foreldrafræðsluna, t.a.m. mætti aðeins eitt foreldri í Heiðarskóla í gærkvöldi (þar sem 51 nemandi er í árganginum) og tjáði undrun sína á dræmum áhuga foreldra á Facbook síðu sinni. Hafsteinn segir að miklu máli skiptir hvernig boðað sé til fræðslufundanna. „Það var t.d. fín mæting í Holtaskóla, 20 foreldrar, en þeir fengu líka allir símtal frá bekkjarfulltrúa. Færri mæta þegar einungis er sendur tölvupóstur,“ segir Hafþór og hvetur foreldra til að mæta og kynna sér þessi mál.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024