23,5% aukning aflaverðmætis
Aflaverðmæti fiskiskipa á Suðurnesjum jókst milli ára um 23,5% fyrstu fjóra mánuði ársins. Heildarverðmæti afla á Suðurnesjum nam rúmum 8,3 milljörðum króna í janúar – apríl á þessu ári samanborið við rúma 6,7 milljarða á sama tímabili síðasta árs.
Sé litið á landið í heild jókst aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa um 30,2% á milli ára á þessu sama tímabili.