222 skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum
 Skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum eru 222 samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun frá því í morgun. Er það fækkun frá því í síðustu viku þegar 252 voru skráðir atvinnulausir. Brotthvarf Varnarliðsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á atvinnuástandið á Suðurnesjum.
Skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum eru 222 samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun frá því í morgun. Er það fækkun frá því í síðustu viku þegar 252 voru skráðir atvinnulausir. Brotthvarf Varnarliðsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á atvinnuástandið á Suðurnesjum. Atvinnuleysi er mun meira á meðal kvenna en karla. 140 konur eru nú skráðar atvinnulausar en 82 karlar. Til samanburðar má geta þess að 167 voru skráðir atvinnulausir í október á síðasta ári. Í síðasta mánuði voru að jafnaði 176 skráðir atvinnulausir.
Í byrjun október var vitað um 102 starfsmenn VL á Suðurnesjum sem ekki voru komnir með annað starf. Ekki var nánar vitað um aðstæður 45 þeirra, þannig að sú tala gæti verið lægri.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				