22% fleiri ferðamenn um Leifsstöð en í fyrra
Ferðamönnum sem fara um Leifsstöð fjölgar um 22% frá árinu 2010. Það gæti skilað um 600 þúsund erlendum ferðamönnum til landsins á árinu 2011. Erlendum ferðamönnum fjölgar um 20% frá því í fyrra. Reiknað er með að farþegar Icelandair árið 2011 verði tæplega 1,8 milljónir talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Átakið Inspired by Iceland er talið hafa skilað sér vel. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Fyrirhugað er nýtt markaðsátak á vegum iðnaðarráðuneytisins og hagsmunaaðila. Þar verður Ísland kynnt sem vetraráfangastaður. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir gríðarlega mikil tækifæri fólgin í því og um ánægjulegar fréttir sé að ræða.