Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

215.000 kr. frá Kárahnjúkum til langveikra barna
Fimmtudagur 8. júní 2006 kl. 21:56

215.000 kr. frá Kárahnjúkum til langveikra barna

Verkefnið Hjólað til góðs gengur vel. Strákarnir okkar eru nú staddir á Egilsstöðum og búa sig undir næsta áfanga og stefnan tekin á norðurlandið. Í gær tók Oddur Friðriksson áskorun þeirra og hjólaði með þeim síðasta spölinn til Egilsstaða. Oddur kom einnig með glaðning, því hann afhenti 215.000 krónur sem söfnuðust við Kárahnjúka. Hjólað til góðs þakkar það framlag til langveikra barna og öll önnur framlög sem borist hafa í söfnunina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024