Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

210 þúsund krónu hraðasekt
Fimmtudagur 7. nóvember 2019 kl. 09:32

210 þúsund krónu hraðasekt

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í vikunni vegna hraðaksturs mældist á 149 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hans bíður sekt að upphæð 210 þúsund krónur svo og svipting ökuleyfis í mánuð. 

Nokkrir ökumenn til viðbótar voru kærðir fyrir hraðaakstur og fáeinir voru staðnir að því að virða ekki stöðvunarskyldu eða tala í síma án handfrjáls búnaðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024