2000 manns á áramótabrennu í Garði
Áætlað er að allt að 2000 manns hafi verið við áramótabrennuna í Garði á gamlárskvöld. Hefð er fyrir því að Björgunarsveitin Ægir haldi brennu í Garði á gamlárskvöld.
Brennan er hlaðin við gamla malarvöllinn og hefur síðustu ár verið gríðarstór en uppistaðan í brennunni eru vörubretti og timbur sem fellur til á Suðurnesjum.
Sveitarfélagið Garður býður upp á flugeldasýningu og að þessu sinni var sú nýbreytni að börnum í Garði bauðst að setja nafn sitt í pot. Dregið var úr nöfnum og sigurvegarinn fékk að skjóta upp fyrsta flugeldinum. Jóhann Alexander Þorsteinsson sá um að skjóta upp fyrsta flugeldinum að þessu sinni.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við áramótabrennuna í Garði á gamlárskvöld. VF-myndir: Hilmar Bragi