Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Miðvikudagur 26. janúar 2000 kl. 14:09

2000 í greiðsluþjónustu Sparisjóðsins

Í upphafi nýrrar aldar tók Sparisjóðurinn á móti 2000asta viðskiptavininum í greiðsluþjónustu. Það kom í hlut Jóhanns Steinarssonar að skrifa undir 2000asta greiðsluþjónustusamninginn í síðustu viku. Af því tilefni fékk Jóhann fría greiðsluþjónustu í eitt ár og 20.000 kr. í forgjöf. Jóhann býr nú á Akureyri en hefur haldið tryggð við Sparisjóðinn í Keflavík og er þar með öll sín bankaviðskipti. Mjög auðvelt hefur verið fyrir hann að ganga frá sínum fjármálum í gegnum síma eða tölvupóst. Og nú þegar hann hefur komið í greiðsluþjónustuna þá sér Sparisjóðurinn um að greiða reikningana og jafna greiðslubyrðina yfir árið. Viðskiptavinir Sparisjóðsins í Keflavík hafa verið duglegir að skrá sig í greiðsluþjónustuna og er það einsdæmi hér á landi hve margir á Suðurnesjum eru í greiðsluþjónustu. Þeir sem kynnast því að gera áætlun eitt ár fram í tímann og láta Sparisjóðinn sjá um greiðslu hinna föstu liða í heimilisrekstrinum geta ekki ímyndað sér líf án greiðsluþjónustu.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25