Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

200 rúmmetrar af steypu í þak bílastæðahúss!
Föstudagur 15. ágúst 2003 kl. 15:49

200 rúmmetrar af steypu í þak bílastæðahúss!

Núna síðdegis er að ljúka mestu steypuvinnu sumarsins á Suðurnesjum. Starfsmenn Hjalta Guðmundssonar eru að steypa þak á bílastæðahúsi við nýbyggingu á horni Vatnsnesvegar og Sólvallagötu. Steypuvinnan er ekki í frásögur færandi nema að í þak bílastæðahússins fara 200 rúmmetrar af steypu. Það er svipað magn og fer í tvö einbýlishús. Til að halda plötunni uppi var notuð vírbinding sem í fóru um 20 tonn af steypustyrktarjárni.Hafist var handa við að steypa kl. 08 í morgun og síðustu steypubílarnir bíða þess nú að vera losaðir í plötuna. Ástæða þess að hún er svona efnismikil er sú að á þaki bílastæðahússins verða einnig bílastæði fyrir verðandi íbúa og gesti í háhýsinu á horni Vatnsnesvegar og Sólvallagötu.
Þegar Guðmundur Hjaltason, verktaki, var spurður út í þessa framkvæmd í dag, sagði hann að þetta væri í raun algjör steypa, og brosti :) Þetta væri stærsta einstaka steypuvinna sumarsins sem hann vissi um á Suðurnesjum. Þá má til fróðleiks geta þess að 200 rúmmetrar af steypu kosta um 3 milljónir króna.

Myndin: Frá steypuvinnunni í morgun. Fremst á myndinni má sjá víravirkið, 20 tonn af steypustyrktarjárni. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024