200 BARNAVERNDARMÁL SKRÁÐ Á SÍÐASTA ÁRI Í REYKJANESBÆ
Í skýrslu Barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar frá 10. janúar kemur fram að 201 mál hafi verið skráð hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar á árinu 1999. Um 165 af þessum málum flokkast sem almenn barnaverndarmál enþað sem vekur mestan ugg er að 13 kynferðisafbrotamál voru skráð á árinu íbæjarfélaginu.Um helmingi allra skráðra mála var lokið á árinu, eða 96 málum, þar af 7kynferðisafbrotamálum, 2 fósturmálum og einnig lauk umgengnis-,ættleiðingar- og forsjármálum sem voru í vinnslu og 9 fluttu úrsveitarfélaginu.