20 metrar um hádegi
Vindur verður að austri um hádegið í dag með 20 m/s vindhraða og snjókomu á Keflavíkurflugvelli. Það mun hlýna hratt í dag. Vindstyrkurinn verður kominn í 13 m/s síðdegis og þá verður farið að rigna í fimm stiga hita.
Austan- og suðaustanstormur (Gult ástand)
10 jan. kl. 12:00 – 21:00
Austan og suðaustan 15-23 m/s, með vindhviður að 35 m/s á Kjalarnesi og við Hafnarfjall og á Snæfellsnesi. Ökumenn fari varlega, einkum ef ökutækin eru viðkvæm fyrir vindi.