20 kílómetra hár gosmökkur sést vel frá Reykjanesbæ
Gosmökkurinn frá gosinu í Grímsvötnum í Vatnajökli sést vel frá Reykjanesbæ. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands nær mökkurinn allt að 20 kílómetra hæð. Hilmar Bragi Bárðarson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók meðfylgjandi myndir frá Ásbrú nú í kvöld þegar sólin lýsti upp gosmökkinn.