20 ára tekinn með hass
Í gærkvöldi hafði Lögreglan í Keflavík afskipti af 20 ára karlmanni og við leit á manninum fannst hass. Um miðnætti í gær varð umferðaróhapp á Sandgerðisvegi þar sem bifreið hafnaði utan vegar, en ökumaður missti stjórn á bifreiðinni. Við hefðbundið eftirlit stöðvaði lögreglan unga stúlku á bifreið sinni og kom þá í ljós að ökumaður var með útrunnið ökuskírteini, en lögreglan segir að það sé nokkuð algengt að ökumenn átti sig ekki á því að ökuskírteini þeirra séu útrunninn. Að öðru leiti var rólegt hjá lögreglu.