Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • 20 - 30 grunnskólakennara vantar í Reykjanesbæ
    Frá endurmenntunardegi kennara í Stapa í sumar.
  • 20 - 30 grunnskólakennara vantar í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 25. september 2014 kl. 16:00

20 - 30 grunnskólakennara vantar í Reykjanesbæ

Grafalvarlegt mál segir fræðslustjóri Reykjanesbæjar

„Við vorum nánast með kennara í öllum stöðum fyrir ári síðan. Á milli 20 og 30 kennara vantar núna til að manna allar stöður í grunnskólum í Reykjanesbæ, segir Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar. Landlægt vandamál sé að ekki útskrifist nógu margir kennarar til að halda í við eðlilega endurnýjun í stéttinni. Vandamálið að ekki útskrifist nógu margir kennarar til að halda í við eðlilega endurnýjun í stéttinni sé þó á landsvísu, kennara vanti víða um land. „Við lengingu á náminu höfðu kennarar og kennaranemar væntingar um meiri launahækkanir er raunin var. Námið þarf auðvitað að borga sig til að ungt fólk sæki í það. Önnur skýring er á kennaraskortinum er að að námið var lengt og lengri tíma tekur að útskrifa nýja kennara.“ Þetta kemur fram á forsíðu Víkurfrétta í dag.

Gylfi Jón segir að hjólin í atvinnulífinu séu aðeins byrjuð að snúast aftur og þá leiti kennarar í betur launuð störf. Um 220 kennarar starfa í Reykjanesbæ en á þriðja tug leiðbeinenda eru í kennarastöðum á undanþágum. „Þetta er grafalvarlegt mál hjá okkur. Leiðbeinendur eru gott og oft hámenntað fólk sem stendur sig vel og er stýrt af góðum stjórnendum í samstarfi við kennara. Við höfum bara sett markið hátt í Reykjanesbæ að okkar skólar séu með þeim bestu á landinu og hluti af því er að við viljum hafa menntaða kennara í þessum stöðum.“ Þá segir Gylfi Jón að kennarar í Reykjanesbæ séu í fararbroddi vegna góðs árangurs í skólamálum og hann vonar að sá árangur laði að hæft fólk. „Við þurfum að tryggja okkar grunnmenntun þannig að meginþorri okkar nemenda fari í framhaldsnám og starfi síðan í sinni heimabyggð, hvort sem það er kennsla eða eitthvað annað.“
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024