Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

2,6 milljónir frá Bláa Lóninu til Krabbameinsfélagsins
Föstudagur 28. desember 2018 kl. 10:40

2,6 milljónir frá Bláa Lóninu til Krabbameinsfélagsins

Bláa Lónið afhenti fyrir skömmu Krabbameinsfélaginu 2,6 milljónir króna vegna þátttöku þess í árveknisátakinu „Bleikur október“.  Í því fólst að 20% af söluandvirði Rejuvenating Lip Balm varasalvans í októbermánuði rann beint til átaksins.
 
Af þessu tilefni var varasalvinn sérpakkaður í bleikar umbúðir og seldur í verslunum Bláa Lónsins í Bláa Lóninu, Laugavegi 15, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Hreyfingu Glæsibæ og í vefverslun fyrirtækisins.
 
„Við erum afar þakklát Bláa Lóninu fyrir þennan rausnarlega styrk. Krabbameinsfélagið reiðir sig á stuðning fyrirtækja og einstaklinga til að vinna að markmiðum félagsins um að fækka þeim sem greinast með krabbamein, draga úr dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði þeirra sem greinast og lifa með krabbamein og aðstandenda þeirra,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Velvild styrktaraðila er grundvöllur þess að félagið geti starfað og það er sérstaklega ánægjulegt að stuðningur Bláa Lónsins eflist með ári hverju.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024