Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

1944 vilja prestkosningu í Keflavíkursókn
Kristinn og Anna afhentu undirskriftirnar á biskupsstofu.
Miðvikudagur 11. mars 2015 kl. 12:15

1944 vilja prestkosningu í Keflavíkursókn

Alls skrifuðu 1944 einstaklingar undir áskorun um að kosning fari fram um næsta sóknarprest í Keflavíkursókn en sem kunnugt er sagði Sr. Skúli Ólafsson upp störfum nýlega og hefur tekið til starfa í Nessókn.

Kristinn Jakobsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir fóru fyrir hönd hóps sem stóð að söfnun undirskriftanna og afhentu listana á biskupsstofu í morgun sem mun í framhaldinu fara yfir þá og síðan taka ákvörðun um tímasetningu kosningarinnar.

Public deli
Public deli

„Við erum mjög þakklát fyrir þessa þátttöku. Það leynis samhugur í Suðurnesjamönnum þegar á þarf að halda og hann virkjaður,“ sögðu Kristinn og Anna við VF.

Þá eru fleiri breytingar í farvatninu í starfsmannahaldi Keflavíkurkirkju á aldarafmælinu. Sigfús B. Ingvason sem verið hefur prestur í tæpan aldarfjórðung mun hætta störfum 1. ágúst. Valnefnd á vegum Biskupsstofu mun sjá um ráðningu í hans starf.

Vitað er að stuðningsmenn Erlu Guðmundsdóttur sem starfað hefur sem prestur í Keflavíkursókn undanfarin sex ár, eru í skýjunum en þeir eru margir í sókninni. Þeir vilja fá hana sem næsta sóknarprest og áttu frumkvæðið að því að farið var í söfnun undirskrifta vegna kosningar.

Erla er lengst t.v. á myndinni og Sigfús henni næstur. Á endanum er Sr. Skúli sem hætti nýlega sem sóknarprestur.