Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot
Föstudagur 13. desember 2002 kl. 17:13

18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

Karlmaður úr Keflavík var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni í héraðsdómi Reykjaness í dag. Stúlkan var sextán ára þegar brotið var framið. Framburður stúlkunnar þótti trúverðugur. Auk fangelsisrefsingarinnar er manninum gert að greiða stúlkunni 700 þúsund krónur í miskabætur.Frá þessu var greint á Bylgjunni nú síðdegis.



Myndin: Yfirlitsmynd frá Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024