18% fíkniefnamála á Suðurnesjum

Fíkniefnabrotum fjölgaði á milli ára í janúar í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Alls kom 21 brot inn á borð lögreglunnar nú en þau voru 13 á sama tíma 2009. Það eru 18% þeirra fíkniefnamála sem komu til kasta lögreglunnar á landinu öllu. 
Umferðarlagabrotum snarfækkaði úr 324 niður í 141 á sama tímabili og hegningarlagabrotum fækkaði úr 93 í 65. Þetta kemur fram í tölulegri samantekt frá Ríkislögreglustjóra.

	
			

						
						
						
						
						
						
