18 ára fangelsi fyrir manndráp - DÓMURINN -
Hæstiréttur hefur dæmt karlmann, Rúnar Bjarka Ríkharðsson, í 18 ára fangelsi fyrir að verða vinkonu fyrrum sambúðarkonu sinni að bana með fjölmörgum hnífsstungum og veita sambýlismanni hennar hnífsáverka. Þá var maðurinn einnig dæmdur fyrir að hafa þröngvað fyrrum sambúðarkonu sinni til kynferðismaka.
Miðvikudaginn 23. maí 2001.
Nr. 24/2001. Ákæruvaldið
(Sigríður Jósefsdóttir saksóknari)
gegn
Rúnari Bjarka Ríkharðssyni
(Andri Árnason hrl.)
Manndráp. Líkamsárás. Kynferðisbrot. Miskabætur.
R var ákærður fyrir kynferðisbrot, manndráp og líkamsárás með því að hafa þröngvað fyrrum sambúðarkonu sinni, X, til kynferðismaka, banað vinkonu hennar, Y, með fjölmörgum hnífsstungum og veitt Z, sambúðarmanni Y, hnífsáverka. Þótti nægileg sönnun vera fram komin fyrir sekt R og voru brot hans heimfærð til 194., 211. og 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. R var dæmdur til að sæta fangelsi í 18 ár og til að greiða X, Z og foreldrum Y bætur.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein.
Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar 15. janúar 2001 að tilhlutan ákærða, sem krefst þess að refsing verði milduð. Að öðrum kosti verði hinn áfrýjaði dómur felldur úr gildi og málinu vísað heim í hérað til meðferðar á ný. Ákærði krefst þess og að bótakröfum, að undanskilinni kröfu um útfararkostnað, verði vísað frá dómi en lækkaðar ella.
Ákæruvaldið krefst þess að niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu ákærða verði staðfest, refsing hans þyngd og hann dæmdur til greiðslu skaðabóta eins og í ákæru greinir, að undanskilinni kröfu um bætur fyrir missi framfæranda.
I.
Samkvæmt gögnum málsins ber að fallast á þá úrlausn héraðsdóms, að ákærði hafi 4. febrúar 2000 þröngvað fyrrum sambúðarkonu sinni til kynferðismaka með hótun um ofbeldi og 5. mars sama ár þröngvað henni til holdlegs samræðis og annarra kynferðismaka, þannig að varði við 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. gr. laga nr. 40/1992. Daginn eftir hinn síðargreinda verknað kærði brotaþoli ákærða.
Gögn málsins lýsa því að ákærði hafi brugðist illa við kærunni og borið sig undan henni á mannamótum. Gögnin benda og til að ákærði hafi komið heim til vinkonu fyrrum sambúðarkonu sinnar 15. apríl 2000 í hefndarhug. Hann braut þar upp útidyrahurð og réðist inn vopnaður hnífi og er atlögu hans að stúlkunni og sambúðarmanni hennar ýtarlega lýst í héraðsdómi. Með skírskotun til forsendna dómsins er hann staðfestur um sakfellingu ákærða og heimfærslu brota til refsiákvæða.
Refsing ákærða er hæfilega ákveðin í héraðsdómi fangelsi 18 ár.
II.
Í málinu hafa eftirfarandi bótakröfur verið gerðar á hendur ákærða.
Z, sambúðarmaður Y heitinnar, krefst miskabóta samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. lög nr. 37/1999, að fjárhæð 2.000.000 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 15. apríl 2000 til 20. desember sama ár, en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Hann krefst einnig bóta að fjárhæð 76.790 krónur vegna kostnaðar af gagnaöflun í héraði og fyrir Hæstarétti, auk dráttarvaxta af 15.540 krónum frá 28. september 2000, en af 29.750 krónum frá 15. nóvember 2000 til greiðsludags.
Foreldrar Y heitinnar, B og A, krefjast hvort um sig miskabóta að fjárhæð 1.000.000 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 15. apríl 2000 til 20. desember sama ár en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og bóta að fjárhæð 30.500 krónur vegna kostnaðar af gagnaöflun, auk þess sem B krefst dráttarvaxta. Faðir Y krefst einnig bóta vegna útfararkostnaðar samtals að fjárhæð 226.288 krónur, auk dráttarvaxta. Kröfur ofangreindra aðila um bætur vegna kostnaðar við að halda kröfum þeirra fram eru settar fram með vísan til 4. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Af hálfu X er þess krafist að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur hvað varðar dæmdar bætur henni til handa.
Framkomnar bótakröfur eru nægilega ljósar til þess að leggja megi dóm á þær og verður krafa ákærða um frávísun þeirra því ekki tekin til greina. Ber hann bótaábyrgð á sakargrundvelli.
Með vísan til forsendna héraðsdóms er ákvæði hans um miskabætur til X staðfest.
Fyrir Hæstarétt hafa verið lagðar nýjar álitsgerðir Sigurðar Páls Pálssonar geðlæknis og Margrétar Arnljótsdóttur sálfræðings um andlegt ástand brotaþolanna Z, B og A. Með vísan til forsendna héraðsdóms og með hliðsjón af gögnum málsins um hagi bótakrefjenda í kjölfar verknaða ákærða þykja miskabætur til brotaþolanna B og A hæfilega ákveðnar 800.000 krónur til hvors um sig. Eftir atvikum þykja miskabætur til Z hæfilega ákveðnar 1.200.000 krónur.
Staðfesta ber ákvörðun héraðsdóms um bætur vegna útfararkostnaðar. Þá verða og teknar til greina bótakröfur sem settar hafa verið fram á grundvelli 4. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991. Vextir greiðist eins og í dómsorði greinir.
Staðfesta ber ákvörðun héraðsdóms um málsvarnarlaun og annan áfallinn kostnað. Eftir atvikum þykir mega staðfesta ákvörðun hans um réttargæsluþóknun. Ákærði skal greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar eins og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Ákærði, Rúnar Bjarki Ríkharðsson, sæti fangelsi 18 ár og komi óslitin gæsluvarðhaldsvist hans frá 15. apríl 2000 refsingu til frádráttar.
Ákærði greiði X 1.000.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 6. mars 2000 til 20. desember sama ár, en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags.
Ákærði greiði Z 1.200.000 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 15. apríl 2000 til 20. desember sama ár en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og 76.790 krónur með dráttarvöxtum af 15.540 krónum frá 28. september 2000 til 15. nóvember sama ár, en af 29.750 krónum frá þeim degi til greiðsludags.
Ákærði greiði B 800.000 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 15. apríl 2000 til 20. desember sama ár en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, svo og 30.500 krónur með dráttarvöxtum af 18.000 krónum frá 15. nóvember 2000 til greiðsludags.
Ákærði greiði A 800.000 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 15. apríl 2000 til 20. desember sama ár en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, og 226.288 krónur með dráttarvöxtum af 201.820 krónum frá 15. maí til 8. júní 2000 en af 226.288 krónum frá þeim degi til greiðsludags, svo og 30.500 krónur án vaxta.
Ákvörðun héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest.
Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Andra Árnasonar hæstaréttarlögmanns, 350.000 krónur, þóknun Sifjar Konráðsdóttur hæstaréttarlögmanns, skipaðs réttargæslumanns Z, B og A fyrir Hæstarétti, samtals 100.000 krónur, og Sigmundar Hannessonar hæstaréttarlögmanns, skipaðs réttargæslumanns X fyrir Hæstarétti, 60.000 krónur.
Miðvikudaginn 23. maí 2001.
Nr. 24/2001. Ákæruvaldið
(Sigríður Jósefsdóttir saksóknari)
gegn
Rúnari Bjarka Ríkharðssyni
(Andri Árnason hrl.)
Manndráp. Líkamsárás. Kynferðisbrot. Miskabætur.
R var ákærður fyrir kynferðisbrot, manndráp og líkamsárás með því að hafa þröngvað fyrrum sambúðarkonu sinni, X, til kynferðismaka, banað vinkonu hennar, Y, með fjölmörgum hnífsstungum og veitt Z, sambúðarmanni Y, hnífsáverka. Þótti nægileg sönnun vera fram komin fyrir sekt R og voru brot hans heimfærð til 194., 211. og 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. R var dæmdur til að sæta fangelsi í 18 ár og til að greiða X, Z og foreldrum Y bætur.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein.
Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar 15. janúar 2001 að tilhlutan ákærða, sem krefst þess að refsing verði milduð. Að öðrum kosti verði hinn áfrýjaði dómur felldur úr gildi og málinu vísað heim í hérað til meðferðar á ný. Ákærði krefst þess og að bótakröfum, að undanskilinni kröfu um útfararkostnað, verði vísað frá dómi en lækkaðar ella.
Ákæruvaldið krefst þess að niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu ákærða verði staðfest, refsing hans þyngd og hann dæmdur til greiðslu skaðabóta eins og í ákæru greinir, að undanskilinni kröfu um bætur fyrir missi framfæranda.
I.
Samkvæmt gögnum málsins ber að fallast á þá úrlausn héraðsdóms, að ákærði hafi 4. febrúar 2000 þröngvað fyrrum sambúðarkonu sinni til kynferðismaka með hótun um ofbeldi og 5. mars sama ár þröngvað henni til holdlegs samræðis og annarra kynferðismaka, þannig að varði við 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. gr. laga nr. 40/1992. Daginn eftir hinn síðargreinda verknað kærði brotaþoli ákærða.
Gögn málsins lýsa því að ákærði hafi brugðist illa við kærunni og borið sig undan henni á mannamótum. Gögnin benda og til að ákærði hafi komið heim til vinkonu fyrrum sambúðarkonu sinnar 15. apríl 2000 í hefndarhug. Hann braut þar upp útidyrahurð og réðist inn vopnaður hnífi og er atlögu hans að stúlkunni og sambúðarmanni hennar ýtarlega lýst í héraðsdómi. Með skírskotun til forsendna dómsins er hann staðfestur um sakfellingu ákærða og heimfærslu brota til refsiákvæða.
Refsing ákærða er hæfilega ákveðin í héraðsdómi fangelsi 18 ár.
II.
Í málinu hafa eftirfarandi bótakröfur verið gerðar á hendur ákærða.
Z, sambúðarmaður Y heitinnar, krefst miskabóta samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. lög nr. 37/1999, að fjárhæð 2.000.000 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 15. apríl 2000 til 20. desember sama ár, en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Hann krefst einnig bóta að fjárhæð 76.790 krónur vegna kostnaðar af gagnaöflun í héraði og fyrir Hæstarétti, auk dráttarvaxta af 15.540 krónum frá 28. september 2000, en af 29.750 krónum frá 15. nóvember 2000 til greiðsludags.
Foreldrar Y heitinnar, B og A, krefjast hvort um sig miskabóta að fjárhæð 1.000.000 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 15. apríl 2000 til 20. desember sama ár en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og bóta að fjárhæð 30.500 krónur vegna kostnaðar af gagnaöflun, auk þess sem B krefst dráttarvaxta. Faðir Y krefst einnig bóta vegna útfararkostnaðar samtals að fjárhæð 226.288 krónur, auk dráttarvaxta. Kröfur ofangreindra aðila um bætur vegna kostnaðar við að halda kröfum þeirra fram eru settar fram með vísan til 4. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Af hálfu X er þess krafist að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur hvað varðar dæmdar bætur henni til handa.
Framkomnar bótakröfur eru nægilega ljósar til þess að leggja megi dóm á þær og verður krafa ákærða um frávísun þeirra því ekki tekin til greina. Ber hann bótaábyrgð á sakargrundvelli.
Með vísan til forsendna héraðsdóms er ákvæði hans um miskabætur til X staðfest.
Fyrir Hæstarétt hafa verið lagðar nýjar álitsgerðir Sigurðar Páls Pálssonar geðlæknis og Margrétar Arnljótsdóttur sálfræðings um andlegt ástand brotaþolanna Z, B og A. Með vísan til forsendna héraðsdóms og með hliðsjón af gögnum málsins um hagi bótakrefjenda í kjölfar verknaða ákærða þykja miskabætur til brotaþolanna B og A hæfilega ákveðnar 800.000 krónur til hvors um sig. Eftir atvikum þykja miskabætur til Z hæfilega ákveðnar 1.200.000 krónur.
Staðfesta ber ákvörðun héraðsdóms um bætur vegna útfararkostnaðar. Þá verða og teknar til greina bótakröfur sem settar hafa verið fram á grundvelli 4. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991. Vextir greiðist eins og í dómsorði greinir.
Staðfesta ber ákvörðun héraðsdóms um málsvarnarlaun og annan áfallinn kostnað. Eftir atvikum þykir mega staðfesta ákvörðun hans um réttargæsluþóknun. Ákærði skal greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar eins og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Ákærði, Rúnar Bjarki Ríkharðsson, sæti fangelsi 18 ár og komi óslitin gæsluvarðhaldsvist hans frá 15. apríl 2000 refsingu til frádráttar.
Ákærði greiði X 1.000.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 6. mars 2000 til 20. desember sama ár, en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags.
Ákærði greiði Z 1.200.000 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 15. apríl 2000 til 20. desember sama ár en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og 76.790 krónur með dráttarvöxtum af 15.540 krónum frá 28. september 2000 til 15. nóvember sama ár, en af 29.750 krónum frá þeim degi til greiðsludags.
Ákærði greiði B 800.000 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 15. apríl 2000 til 20. desember sama ár en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, svo og 30.500 krónur með dráttarvöxtum af 18.000 krónum frá 15. nóvember 2000 til greiðsludags.
Ákærði greiði A 800.000 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 15. apríl 2000 til 20. desember sama ár en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, og 226.288 krónur með dráttarvöxtum af 201.820 krónum frá 15. maí til 8. júní 2000 en af 226.288 krónum frá þeim degi til greiðsludags, svo og 30.500 krónur án vaxta.
Ákvörðun héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest.
Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Andra Árnasonar hæstaréttarlögmanns, 350.000 krónur, þóknun Sifjar Konráðsdóttur hæstaréttarlögmanns, skipaðs réttargæslumanns Z, B og A fyrir Hæstarétti, samtals 100.000 krónur, og Sigmundar Hannessonar hæstaréttarlögmanns, skipaðs réttargæslumanns X fyrir Hæstarétti, 60.000 krónur.