Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

18-25 m/s síðdegis við Faxaflóa og slydda eða rigning
Þriðjudagur 8. febrúar 2011 kl. 09:06

18-25 m/s síðdegis við Faxaflóa og slydda eða rigning

Viðvörun: Gengur í austan og suðaustan storm sunnan- og vestanlands síðdegis.


Faxaflói

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vaxandi austanátt, 18-25 m/s síðdegis við Faxaflóa og slydda eða rigning, en mun hvassara í vindstrengjum við fjöll. Dregur heldur úr vindi seint í kvöld. Snýst í S eða SV 8-13 í fyrramálið með skúrum en síðar éljum. Frost 0-5 stig í fyrstu en hiti 0-5 stig síðdegis. Kólnar aftur á morgun.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Vaxandi austanátt, 15-23 síðdegis og slydda eða rigning, en mun hvassara á Kjalarnesi. Dregur heldur úr vindi seint í kvöld. Snýst í S eða SV 8-13 í fyrramálið með skúrum en síðar éljum. Hiti 2 til 5 stig síðdegis en kólnar heldur á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Suðlæg átt, 5-10 og dálítil él suðvestan- og vestanlands, en annars þurrt og bjart að mestu. Hiti um frostmark, en frost 1 til 8 stig á N- og A-landi. Vaxandi SA-átt með rigningu og hlýnandi veðri síðdegis, fyrst SV-til.


Á föstudag:
Ákveðin sunnanátt með slyddu eða rigningu um mest allt land. Hiti 1 til 7 stig.


Á laugardag:
Austan og suðaustan hvassviðri og vætusamt. Hiti breytist lítið.


Á sunnudag og mánudag:
Líkur á suðlægri átt með éljum, einkum um landið sunnanvert. Kólnandi veður í bili.