18.000 lásu mótmæli en 5800 skoða þurrkaðar húsflugur
Það getur oft verið fróðlegt að skoða tölur. Undirskriftalisti var á vef Víkurfréttir í fáeina daga þar sem safnað var undirskriftum til að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Rétt um 5700 nöfn bárust í undirskriftasöfnuninni á vf.is en samtals bárust 9897 undirskriftir í heild í söfnuninni og þá eru taldar þær undirskriftir sem komu á lista sem voru í verslunum víða um Suðurnes.
Víkurfréttir tóku saman í dag heildartölu heimsókna á síðuna á vf.is þar sem áskorun til heilbrigðisráðuneytisins var birt. Síðan var sótt rétt tæplega 18.000 sinnum þá daga sem söfnunin stóð yfir og því skrifaði tæpur þriðjungur þeirra sem fóru inn á síðuna undir áskorunina.
Á sama tíma hafa 5800 manns skoðað þurrkaðar húsflugur sem ónefndur fasteignasali lék sér með, enda rólegt á fasteignamarkaði. Svona er VF í dag!
Skemmtileg frétt um þurrkaðar húsflugur!