176 manns hafa kosið utankjörstaðar í Reykjanesbæ
Við lokun skrifstofu Sýslumannsins í Reykjanesbæ í dag hafa nú þegar 176 manns kosið utankjörstaðar fyrir sveitastjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ. Alls eru 7686 manns á kjörskrá í Reykjanesbæ og þar af eru 3856 karlar og 3830 konur.Laugardaginn 25. maí munu kosningarnar fara fram og er óhætt að segja að kosningskjálfti sé nú þegar farinn að herja frambjóðendur og kjósendur Reykjanesbæjar. í Reykjanesbæ eru þrír flokkar í framboði, Framsóknarflokkur,Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin.