Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

1700 metrar af kantsteini steyptir í vikunni
Mánudagur 15. júlí 2002 kl. 11:10

1700 metrar af kantsteini steyptir í vikunni

Gert er ráð fyrir að 1700 metrar af kantsteini verið steyptir í Garðinum í vikunni. Er það liður í miklu gangstéttaátaki sem sveitarfélagið stendur nú fyrir. Nýverið samdi Gerðahreppur við þá Braga Guðmundsson og Tryggva Einarsson um lagningu gangstétta í sveitarfélaginu og og einnig munu þeir sjá um malbikunarframkvæmdir.Í fyrsta áfanga gangstéttaframkvæmda verða lagðar gangstéttir við Melbraut, Heiðarbraut og Skólabraut. Samtals verða steyptir 1700 metrar af kantsteini í þessari viku og í framhaldi af því verða stéttarnar steyptar.
Samningurinn við þá Braga og Tryggva hlóðar upp á að þeir ljúki umsömdu verki á allt að fimm árum en sveitarsjóður hefur 10 ár til að greiða fyrir verið. Verktakanum er þó frjálst að ljúka framkvæmdum á skemmri tíma.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024