Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

170 metra langt skip  með sement í Helguvík
Föstudagur 19. ágúst 2022 kl. 10:53

170 metra langt skip með sement í Helguvík

Flutningaskipið Sagittarius lagðist að bryggju í Helguvík í síðustu viku með sementsfarm. Það eru svo sem engin tíðindi að sementi sé skipað upp í Helguvík en skipið sem þarna var á ferðinni var stærri flutningaskipum sem koma til Helguvíkurhafnar. Skipið er 170 metra langt og um 17.000 brúttótonn. Flutningaskipin sem vanið hafa komur sínar til Helguvíkur eru mun minni og aðeins olíuskipin sem þangað koma eru á stærð við þetta og aðeins stærri. Á myndinni að ofan má einnig sjá nokkra smábáta sem voru á makrílveiðum undir Keflavíkurbjarginu en kropp hefur verið hjá makrílbátunum frá því um verslunarmannahelgi. VF-mynd: Hilmar Bragi




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024