17 teknir í radar um helgina
Alls voru 17 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunar í Reykjanesbæ um helgina. Að sögn Karls Hermanssonar var nokkur erill hjá lögreglunni, en hann var þó stórtíðindalaus. Maðurinn sem gaf sig fram til lögreglunar í Keflavík vegna alvarlegs árásarmáls í Reykjavík er með lögheimili á Stór-Reykjavíkursvæðinu og er því ekki Suðurnesjamaður.Fátt annað fréttnæmt gerðist á vakt lögreglunar um helgina.