17 sýna áhuga á íbúðum aldraðra
Sautján hafa sýnt áhuga á að fá íbúð í íbúðum aldraðra sem Gerðahreppur er að byggja í nágrenni við hjúkrunarheimilið Garðvang í Garði.
Byggingarnefndin auglýsti nýlega eftir umsækjnedum um þær tíu íbúðir sem eru í byggingu. Þegar nefndin og sveitarstjóri tóku á móti væntanlegum umsækjendum til að veita nánari upplýsingar kom í ljós að verulegur áhugi er meðal eldra fólks á þessum íbúðum. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar Jónssonar sveitarstjóra komu sautján á fund nefndarinnar og sýndu áhuga á að fá íbúð.Flestir umsækjendur eru úr Garði en nokkrir frá öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum enda er öllum heimilt að sækja um. Sigurður segir að margir hafi áhuga á að leigja sér íbúð, en einnig vilji margir kaupa ákveðinn hlut í íbúðinni. Morgunblaðið greinir frá.
Byggingarnefndin auglýsti nýlega eftir umsækjnedum um þær tíu íbúðir sem eru í byggingu. Þegar nefndin og sveitarstjóri tóku á móti væntanlegum umsækjendum til að veita nánari upplýsingar kom í ljós að verulegur áhugi er meðal eldra fólks á þessum íbúðum. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar Jónssonar sveitarstjóra komu sautján á fund nefndarinnar og sýndu áhuga á að fá íbúð.Flestir umsækjendur eru úr Garði en nokkrir frá öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum enda er öllum heimilt að sækja um. Sigurður segir að margir hafi áhuga á að leigja sér íbúð, en einnig vilji margir kaupa ákveðinn hlut í íbúðinni. Morgunblaðið greinir frá.