Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

17 sektaðir fyrir að sleppa öryggisbeltum
Miðvikudagur 4. júlí 2007 kl. 10:33

17 sektaðir fyrir að sleppa öryggisbeltum

Nokkur fjöldi ökumanna var kærður fyrir umferðarlagabrot í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærdag. 

Hvorki fleiri né færri en 17 ökumenn voru ekki með bílbeltin spennt við aksturinn.  Auk þess voru þrír sektaðir fyrir að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar, einn fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og einn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut.

Þá varð árekstur í Garði en tjón var minniháttar og engin slys á fólki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024