Fimmtudagur 22. júlí 2004 kl. 12:17
17 ára tekinn á 142 km hraða
17 ára ökumaður var tekinn fyrir of hraðan akstur á Garðvegi í nótt. Mældist hann á 142 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.
Þá kærði lögreglan í Keflavík þrjá ökumenn fyrir að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur.