Sunnudagur 12. maí 2002 kl. 12:39
17 ára stúlka ölvuð undir stýri
Einn ölvaður ökumaður var stöðvaður af lögreglunni í Keflavík í nótt. Þar var á ferð sautján ára stúlka sem ók bifreið undir áhrifum áfengis. Töluverður erill var hjá lögreglu í alla nótt og gisti einn fangageymslur fyrir óspektir á almannafæri.