Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

17 ára á 142 km hraða á Reykjanesbraut, 9o.ooo kr sekt
Laugardagur 5. júlí 2008 kl. 08:33

17 ára á 142 km hraða á Reykjanesbraut, 9o.ooo kr sekt

Háar sektir og slysahætta virðast ekki skipta máli þá fjölmörgu ökumenn sem stöðvaðir  eru á Reykjanesbrautinni fyrir hraðakstur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Snemma í gærkvöld var ökumaður stöðvaður á Reykjanesbraut á 142 km hraða. Sá er nýorðinn 17 ára og aðeins búin að vera með ökuskírteinið í tæpan mánuð. 

Hann á von á 90.000 kr. sekt, auk 3 punkta í ökuferilsskrá.


Níu aðrir ökumenn voru síðan kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í gærkvöldi og nótt. Fimm fyrir miðnætti og fjórir eftir miðnætti. Einn mældist á 129 km/klst og annar á 128 km/klst.

Af vef lögreglunnar á Suðurnesjum.