Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

165 þúsund safnaðist í Metabolic
Þriðjudagur 30. ágúst 2011 kl. 16:24

165 þúsund safnaðist í Metabolic

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Síðasta laugardag var góðgerðartími í Metabolic á vegum Styrktarþjálfun.is og Heilsuskóla Keilis. Það voru þeir Helgi Guðfinnsson og Sævar Borgarsson sem stýrðu tímanum en markmiðið var að safna peningum fyrir Velferðarsjóð Suðurnesja.


Alls söfnuðust 35 þúsund krónur í tímanum í frjálsu framlagi einstaklinga. Heilsuhótel Íslands, Kadeco, HS orka og aðrir sem vildu ekki láta sín getið lofsömuðu framtakið og tvöfölduðu upphæðina. Alls söfnuðust því 165 þúsund krónur fyrir sjóðinn út frá Metabolic tímanum en þeir Helgi og Sævar byrja með nýtt Metabolic námskeið 5. september.


Hannes Friðriksson tók við peningunum fyrir hönd Velferðarsjóðs Suðurnesja og þakkaði við tækifærið öllum þeim sem lögðu sjóðnum lið.